Fræðsla - vor 2017
SAMFÉLAGSMIÐLAR
Hvenær: 24. janúar, kl. 17:00-20:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Margeir Steinar IngólfssonFjarfundarbúnaður: Ekki í boði í fjarfundi.Margeir Steinar Ingólfsson frá Hugsmiðjunni fræðir okkur um samfélagsmiðla;. “ Við stöndum á öldufaldi byltingar í markaðssetningu – byltingar samfélagsmiðlanna. Fyrirtæki og einyrkjar sem læra að virkja þennan nýja vettvang geta náð stórkostlegu forskoti; gífurlegri útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði en sem fylgir markaðssetningu með hefðbundnum leiðum. Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin! ”
SKRÁNING
POWER BI
Hvenær: 16. febrúar, kl. 17:00-20:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Bergþór SkúlasonFjarfundarbúnaður: Í boði. Til að horfa í fjarfundi, hafi samband við Önnu, anna@bhm.is, amk 1 degi fyrir fræðslu.Bergþór Skúlason fer yfir úrvinnslu og greiningu gagna með Power Bi.“Tilgangur námskeiðsins er að kynna nýjungar í framsetningu gagna með áherslu á Microsoft Power BI Desktop. Farið verður yfir helstu þætti kerfisins, innlestur gagna, gagnatiltek, vensl og greiningar. Nokkur verkefni verða leyst. Fjallað verður stuttlega um dreifingu á greiningum. Æskilegt er að nemendur hafi vélar með sér.”
SKRÁNING
SJÓÐIR BHM
Hvenær: 21. febrúar, kl. 12:00-13:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinendur: Starfsmenn sjóða BHMFjarfundarbúnaður: Í boði. Til að horfa í fjarfundi, hafi samband við Önnu, anna@bhm.is, amk 1 degi fyrir fræðslu.Starfsmenn sjóða BHM koma og kynna fyrir okkur hlutverk og þjónustu sjóða félagsins. Félagsaðild að Fræðagarði veitir aðgang að styrkjum í sameiginlegum sjóðum BHM: Orlofssjóði, Starfsmenntunarsjóði, Styrktarsjóði/Sjúkrasjóði sem og hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna.
SKRÁNING
SAMFÉLAGSMIÐLAR
Hvenær: 22. febrúar, kl. 14:00-17:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Margeir Steinar IngólfssonFjarfundarbúnaður: Ekki í boði í fjarfundi.Margeir Steinar Ingólfsson frá Hugsmiðjunni fræðir okkur um samfélagsmiðla;. “ Við stöndum á öldufaldi byltingar í markaðssetningu – byltingar samfélagsmiðlanna. Fyrirtæki og einyrkjar sem læra að virkja þennan nýja vettvang geta náð stórkostlegu forskoti; gífurlegri útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði en sem fylgir markaðssetningu með hefðbundnum leiðum. Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin! ”
SKRÁNING
SJÓÐIR RANNÍS
Hvenær: 15. mars, kl. 12:00-13:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Andrés PéturssonStreymi: Í boði. Til að horfa í streymi, hafi samband við Önnu, anna@bhm.is, amk 1 degi fyrir fræðslu.Andrés Pétursson frá Rannís fjallar um styrki sem geta nýst okkur. “Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir og æskulýðsstarf og íþróttir. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís hefur umsjón með 27 innlendum og erlendum sjóðum sem íslenskir aðilar geta sótt styrki til. Andrés Pétursson ráðgjafi hjá Rannís mun fjalla um þá sjóði sem BHM félagar hafa aðgang að og hvaða möguleikar felast í rekstri þessara sjóða til að auka fagþekkingu BHM fólks.”
SKRÁNING
STARFSTENGD STREITA
Hvenær: 22. mars, kl. 17:00-20:00 Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Snædís Eva SigurðardóttirStreymi: Í boði. Til að horfa í streymi, hafi samband við Önnu, anna@bhm.is, amk 1 degi fyrir fræðslu.Snædís Eva Sigurðardóttir fræðir okkur um starfstengda streitu. “Langvarandi streita er alvarlegur heilsufarsvandi sem Íslendingar hafa ekki farið varhluta af. Hugmyndir um streitu eru oft byggðar á röngum upplýsingum, sem aftur leiða til mikillar sjálfsásökunar og gera vandann enn verri en ella. Við bjóðum upp á fyrirlestur um einkenni langvinnrar streitu, hvað veldur og hver áhrifin eru á líkama og heilsu. Auk þess verður farið yfir hver hættumerkin eru og hvað er til ráða. Í framhaldinu verður boðið upp á streitustjórnunarnámskeið þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast ólíkum leiðum til streitustjórnunar og finna út hvaða leiðir væru árangursríkastar fyrir þá sjálfa.”
SKRÁNING
FJÁRMÁL OG SKIPULAG
Hvenær: 26. apríl, kl. 17:00-20:00Hvar: Borgartún 6, þriðja hæðLeiðbeinandi: Katrín Elíza BernhöftFjarfundarbúnaður: Ekki í boði í fjarfundi.Katrín Elíza Bernhöft fjallar um fjármál og skipulag. “Á þessu námskeiði verður farið yfir ýmsar hugmyndir varðandi fjármál heimilisins. Hvernig smávægilegar breytingar geta skipt miklu máli þegar litið er til 12-18 mánaða eða lengur. Það sem skiptir höfuðmáli eru útgjöldin, að stýra neyslu sinni í samhengi við þær tekjur sem er aflað. Margir fara þá leið að mennta sig, fá vinnu, eignast heimili, bíl og börn og reyna svo eftir sinni bestu getu að láta enda ná saman.”
SKRÁNING
POWER BI, FÉLAGSFUNDUR OG VÍSINDAFERÐ Á AKUREYRI
Í apríl stendur til að Bergþór Skúlason komi með Power Bi norður til Akureyrar. Einnig er fyrirhugað að hafa því samhliða, félagsfund með nokkrum úr stjórn Fræðagarðs auk vísindaferðar.
Nánari upplýsingar verðar sendar á félagsmenn þegar nær líður.