Fara í efni

Fræðslu- og ráðstefnusjóður

Samþykkt á stjórnarfundi Fræðagarðs 14. júní 2021

  1. Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs er verkefnasjóður, rekinn af Fræðagarði og á ábyrgð stjórnar félagsins.
  2. Ráðstöfunarfé fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal vera annars vegar framlag úr félagssjóðum Fræðagarðs og/eða sjálfsaflafé sjóðsins.
  3. Stjórn Fræðagarðs ákveður fyrir aðalfund félagsins fjárframlög til sjóðsins úr sjóðum félagsins til næsta árs á eftir.
  4. Stjórn Fræðagarðs tilnefnir þrjá stjórnarfulltrúa á fyrsta fundi eftir aðalfund til að fara með umsýslu fræðslu- og ráðstefnusjóðs á starfsárinu. Þeir fulltrúar koma með tillögu að verkefnaáætlun sjóðsins sem borin er fram til samþykktar stjórnar Fræðagarðs á næsta fundi.
  5. Miðað er við að fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs auglýsi opinberlega eftir styrkjum tvisvar á ári, að vori og á hausti. Er umsjón og framkvæmd styrkveitinga í höndum valinna fulltrúa stjórnar. Fulltrúar ákveða áherslur styrkveitinga hverju sinni, upphæð styrkveitinga, umsóknarfresti og úthlutunardaga styrkja og hafa umsjón með auglýsingum eftir styrkumsóknum. Fulltrúar meta og afgreiða umsóknir og bera fram til samþykktar stjórnar Fræðagarðs. Hæfisreglur fulltrúa taka mið af 3. gr. stjórnsýslulaga. Fari svo að allir fulltrúar séu vanhæfir er málinu vísað til afgreiðslu stjórnar Fræðagarðs, sem þá tekur ákvörðun um úthlutun styrkja.
  6. Til að umsókn teljist styrkhæf skal ábyrgðaraðli hennar eiga félagsaðild að Fræðagarði og hafa greitt félagsgjöld síðustu sex mánuði fyrir dagsetningu umsóknar. Þá skal umsókn vera innan verkefnaáætlunar sjóðsins og uppfylla önnur skilyrði sem birt kunnu að vera með auglýsingum eftir styrkumsóknum og/eða með öðrum hætti. Sitjandi stjórnarfólk Fræðagarðs og starfsfólk þjónustuskrifstofu Fræðagarðs á hverjum tíma geta ekki sótt um styrk til sjóðsins.
  7. Fundargerðir stjórnar Fræðagarðs skulu innifela allar samþykktir er varða rekstur sjóðsins.
  8. Gjaldkeri Fræðagarðs sér um reikninga sjóðsins og kynnir þá á aðalfundi Fræðagarðs.

Stjórnarfulltrúar eru

Helga B. Kolbeinsdóttir

Eðvald Einar Stefánsson

Ágúst Arnar Þráinsson