Fara í efni

Almennur vinnumarkaður

Veikindaréttur á almennum vinnumarkaði

Lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til  uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla gilda  um veikinda- og slysarétt starfsmanna á almennum vinnumarkaði.  Þá hafa einstök félög samið um víðtækari veikindarétt en kveðið er á um í lögunum.

Lágmarks  veikindaréttur samkvæmt lögunum

Lágmarks  veikindaréttur samkvæmt lögunum er eftirfarandi: Á fyrsta starfsári ávinnur starfsmaður sér tvo daga á fullum launum fyrir hvern unnin  mánuð. Eftir eitt ár hefur hann áunnið sér einn mánuð á fullum launum í veikindarétt.  Veikindarétturinn lengist svo eftir þrjú ár í starfi og er þá einn mánuður á fullum  launum og einn mánuður á dagvinnulaunum. Eftir fimm ár eru það einn mánuður á  fullum launum og tveir á dagvinnulaunum.

Víðtækari veikindaréttur umfram lög

Einstök stéttarfélög hafa samið um víðtækari veikindarétt en kveðið er á um í lögunum, sbr. kjarasamning BHM aðildarfélaga við SA, en launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra hjá sama vinnuveitanda skal haga þannig:

 StarfstímiFjöldi daga 
 Á 1. ári     2 dagar fyrir hvern unninn mánuð
 Eftir 1 ár      2 mánuðir á föstum launum á hverjum 12 mánuðum
 Eftir 5 ár    4 mánuðir á föstum launum á hverjum 12 mánuðum
 Eftir 10 ár    6 mánuðir á föstum launum á hverjum 12 mánuðum

Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Veikindi barna yngri en 13 ára

Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið.  Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili.  Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við.

Talning veikindadaga

Í veikindum teljast veikindi í virkum stundum/dögum eða í væntanlegum stundum/dögum skv. vinnuskipulagi.