Fara í efni

Val trúnaðarmanna

Tilkynning um kosningu

Val trúnaðarmanns skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn stéttarfélags. Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema kosning hans hafi verið tilkynnt vinnuveitanda skriflega og sannanlega. Það er því mjög mikilvægt að kjörnir trúnaðarmenn gæti þess að tilkynningarskyldu sé fylgt eftir. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stéttarfélagi þegar í stað, með meðfylgjandi eyðublaði. Nánar um val trúnaðarmanns má finna á heimasíðu Bandalags háskólamanna, bhm.is

Eftirtaldir teljast trúnaðarmenn og njóta réttinda sem kjarasamningslögin tryggja:

Kjörnir trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Stjórnarmenn stéttarfélaga (hjá ríki og Reykjavíkurborg).
Samninganefndarmenn stéttarfélaga (hjá ríki og Reykjavíkurborg).
Fulltrúar í aðlögunar-, úrskurðar- og samstarfsnefndum (hjá ríki og Reykjavíkurborg).

Nánari upplýsingar um trúnaðarmenn- Samkomulag um trúnaðarmenn milli aðildarfélaga BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og ýmissa sjálfseignarstofnana frá 9. janúar 1989.
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, 9.-13. gr. laga nr. 80/1938.