Fara í efni

Réttindi og vernd trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn njóta ákveðinna réttinda og verndar, sjá frekar á vef Bandalags háskólamannaÁ opinberum markaði njóta trúnaðarmenn víðtækari réttinda og verndar en á almennum markaði.

 
Vernd gegn uppsögn

Vernd trúnaðarmanns gegn uppsögn af hálfu atvinnurekanda er hornsteinn þeirra reglna sem gilda um trúnaðarmenn. Verndin er til að tryggja það að trúnaðarmaður geti sinnt skyldum sínum án þess að eiga á hættu að vera sagt upp störfum vegna þeirra. Verndin nær fyrst og fremst til þeirra starfa sem tengjast trúnaðarmannastarfinu en ekki daglegra starfa hans. Brjóti trúnaðarmaður alvarlega af sér í starfi má væntanlega víkja honum úr starfi. Það er því ljóst samkvæmt þessu að vernd trúnaðarmanns í starfi er ekki alger og að trúnaðarmaður getur þurft að hlíta uppsögn fyrir misfellur í starfi eða brot á þeim starfsreglum á vinnustað sem starfsmönnum er almennt skylt að hlíta. 

  • Trúnaðarmenn sem starfa hjá opinberum aðilum njóta ákveðinna réttinda og verndar skv. 28.-30. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
  • Trúnaðarmenn á almennum vinnumarkaði njóta réttinda og verndar samkvæmt 9.-13. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.