Fara í efni

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er félagsmaður í stéttarfélagi sem valinn er af samstarfsmönnum sínum til þess að gæta hagsmuna þeirra gagnvart vinnuveitanda. Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað. Hann er tengiliður milli félagsmanna og vinnuveitanda annars vegar og hins vegar milli félagsmanna og stéttarfélags. Trúnaðarmaður stendur ekki einn og er stjórn og starfsmenn stéttarfélags honum til aðstoðar við að leysa úr þeim erindum sem upp kunna að koma og heyra undir starfssvið stéttarfélagsins.

Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm félagsmenn starfa er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöðum þar sem fimmtíu eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn.