Atvinnuleit/atvinnumissir
Fræðagarður styður við bakið á félagsmönnum sem eru atvinnulausir og kjósa að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum til félagsins. Með því eru félagsmönnum tryggð réttindi í sjúkrasjóðum BHM, Starfsmenntunarsjóði BHM og Orlofssjóði BHM. Við vekjum athygli á að hægt er að sækja um styrk vegna starfstengdra áfalla eða óvæntra starfsloka hjá BHM. Sótt er um hjá Sjúkrasjóði fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði og Styrktarsjóði fyrir opinbera starfsmenn.
Hægt er að bóka viðtalstíma með því að senda tölvupóst á fraedagardur@fraedagardur.is
Þjónusta félagsins við atvinnuleitendur
- Aðstoð og hagnýt ráð
- Upplýsingagjöf
- Markmiðasetning
Upplýsingar fyrir atvinnulausa félagsmenn:
- Ef sótt er um styrki í sjúkra- eða styrktarsjóð BHM þá hefur Vinnumálastofnum í einhverjum tilvikum frestað greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem litið sé á að atvinnuleitandi sem fær styrk sé þar af leiðandi óvinnufær.
- Atvinnuleysisbætur eru einungis greiddar til atvinnulausra í virkri atvinnuleit en atvinnuleitandi á rétt á 5 daga tilfallandi veikindarétt ef atvinnuleitandi hefur verið tryggður í fimm mánuði samtals frá fyrstu skráningu.
- Við hvetjum því félagsmenn okkar að upplýsa Vinnumálastofnum um það þegar sótt er um styrk, og hann samþykktur, um hvað styrkurinn snýst um þannig að ekki komi til frestunar á greiðslu atvinnuleysisbóta.
á vefsíðunni stett.is er mögulegt að finna hjálplegar upplýsingar.