Fara í efni

Almennt um vinnumarkaðinn

Vinnumarkaðurinn skiptist í almennan og í opinberan vinnumarkað.

Á almennum vinnumarkaði starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög. Alþýðusamband Íslands eru heildarsamtök launafólks á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök atvinnurekanda á almennum vinnumarkaði.

Á opinberum vinnumarkaði eru fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, auk félaga og stofnana sem veita opinbera þjónustu. Almennt heyra málefni opinbera vinnumarkaðarins undir Fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Mismunandi lög og reglur gilda að ýmsu leyti um almennan og opinberan vinnumarkað en málefnið heyrir undir velferðarráðuneyti.

Frekari upplýsingar

´