Fara í efni

Aðalfundargerð Fræðagarðs 2020

Aðalfundur Fræðagarðs (FRG)

föstudaginn 28. febrúar 2020, kl. 16.15

Borgartúni 6, 4. hæð

 Aðalfundur Fræðagarðs (FRG)

föstudaginn 28. febrúar 2020, kl. 16:15

Borgartúni 6, 4. hæð

Dagskrá:

 

 1. Fundarsetning
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019
 4. Ársreikningar félagsins lagðir fram
 5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga
 6. Lagabreytingar. Sjá viðhengi.
 7. Fjárhagsáætlun og ákvörðum um félagsgjöld
 8. Kosningar: (niðurstöður rafrænnar kosningar kynntar)
  1. Kosning formanns fjórða hvert ár
  2. Kosning 3ja aðalmanna til 2ja ára
  3. Kosninga tveggja varamanna til eins árs
 9. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga félagsins til eins árs
 10. Kosning í nefndir og önnur trúnaðarstörf
 11. Önnur mál
 12. Fyrirlestur. Áætlaður um kl. 17:30.

 

Heilsueflandi stéttarfélag.  Ásgeir Jónsson, markþjálfi og eigandi fyrirtækisins Takmarkalaust líf, heldur fyrirlestur um heilsuna og veltir m.a. fyrir sér samspili líkamlegrar heilsu og andlegrar líðanar og hvaða áhrif hugsanir og viðhorf hafa á heilsu. Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir velkomnir.

 

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara.

Bragi Skúlason, (BS) formaður setti fundinn og lagði til að Halldór K. Valdimarsson (HKV) framkvæmdastjóri Þjónustuskrifstofu FFSS yrði fundarstjóri. Samþykkt samhljóða. HKV lagði til að Júlíana Guðmundsdóttir, starfsmaður Þjónustuskrifstofu FFSS yrði fundarritari. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019

Formaður Fræðagarðs  tæpti á því helsta í skýrslu stjórnar 2019 sem liggur fyrir og hefur verið send félagsmönnum.

 

 1. Ársreikningar félagsins lagðir fram
  1. Helga Kolbeinsdóttir, (HK) gjaldkeri félagsins lagði fram ársreikninga félagsins og fór yfir helstu atriði.
 2. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga

Engar athugasemdir og engar spurningar varðandi ársreikninga félagsins.

HK fór því næst yfir Vísindasjóð félagsins, sjóðurinn stendur vel eins og endranær. Engar athugasemdir eða spurningar. HK fór einnig  yfir ársreikning fræðslusjóðsins, engar athugasemdir eða spurningar.

 

Ársreikningar lagðir undir atkvæði fundarins  og voru þeir samþykkir samhljóða.

Vísindasjóður var lagður undir atkvæði fundarins og hann samþykktur samhljóða.

 

 1. Lagabreytingar. Sjá viðhengi.
  1. Formaður Fræðagarðs lagði til lagabreytingu á 8. gr. laga Fræðagarðs, sbr. viðhengi. sem lagt er til að breytist með eftirfarandi hætti: „ Formaður og varaformaður eru kjörnir sérstaklega, en ekki sama ár.
  2. Engin umræða um þessa tillögu og tillagan lögð undir atkvæði fundarins og samhljóða samþykkt

 

 1. Fjárhagsáætlun og ákvörðum um félagsgjöld
  1. Helga Kolbeinsdóttir fór yfir rekstraráætlun FRG sem liggur fyrir og fundarmenn hafa útprentaða hjá sér, Sigurður, stjórnarmaður útskýrði betur aukningu á auglýsingakostnaði félagsins. Að öðru leyti voru engar athugasemdir eða spurningar og fjárhagsáætlun lögð undir atkvæði fundarins og samhljóða samþykkt.
  2. Engin tillaga lá fyrir um breytingar á félagsgjöldum félagsins.

 

 1. Kosningar: (niðurstöður rafrænnar kosningar kynntar)

Hjalti Einarsson, kynnti niðurstöður rafrænna kosninga hjá félaginu. Þrjú efstu voru kosin í stjórn Fræðagarðs til tveggja ára og þau eru: Hrafnhildur Halldórsdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Sigurður Trausti Traustason. Tveir varamenn hlutu kosningu til eins árs og þeir eru: Eðvald Einar Stefánsson og Óskar Marínó Sigurðsson, en Óskar var með jafn mörg atkvæði og Hafdís Dögg Guðmundsdóttir og var það því hlutkesti sem réði því að Óskar var annar varamaður inn í stjórn.

 

Marín, varaformaður FRG, tilkynnti um afsögn sína sem varaformaður í félaginu þar sem hún hefur verið ráðin forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands. Afsögn Marínar gerir það að verkum að félagið þarf að auglýsa eftir varaformanni og efna aftur til rafrænnar kosningar. Fundarstjóri fór yfir stöðuna og lagði til að aðalfundinum yrði frestað, framhaldsaðalfundur yrði haldinn eftir 3-4 vikur til þess að gefa frambjóðendum kost á að kynna sig áður en rafræn kosning fer fram. Tillagan borin undir atkvæði fundarins og hún samþykkt samhljóða.   

 

 1. Kosning formanns fjórða hvert ár

                                                               i.      Á ekki við núna

 1. Kosning 3ja aðalmanna til 2ja ára

                                                               i.      Hrafnhildur Halldórsdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Sigurður Trausti Traustason.

 1. Kosninga tveggja varamanna til eins árs

                                                               i.      Eðvald Einar Stefánsson og Óskar Marínó Sigurðsson

 1. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga félagsins til eins árs
  1. Tvær sem buðu sig fram og það voru þær Auður Sigrúnardóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir og töldust þær því sjálfkjörnar.

 

 1. Kosning í nefndir og önnur trúnaðarstörf
  1. Á ekki við núna
 2. Önnur mál
  1. FRG lagði fram ályktun varðandi skerðingu ellilífeyris með smávægilegum breytingum sem þó eru ekki efnislegar. Samþykkt samhljóða.
  2. FRG lagði einnig fram ályktun varðandi fæðingarorlofssjóð,samþykkt samhljóða með smávægilegum breytingum sem þó voru ekki efnislegar.
  3. Ályktun um stöðu kjaramála í sveitarfélögum og um starfsmatskerfið. Umræða um starfsmatið þar sem fram kemur frá félagsmanni hans skoðun að félagið eigi að segja sig frá þessu kerfi. Breytingartillaga um ályktunina, samþykkt samhljóða. Ályktunin lögð fram með þeim breytingum, samþykkt samhljóða.
  4. Guðmundur Þór, stjórnarmaður FRG ræðir um stöðu á húsnæðismarkaði.
  5. Brynhildur, þakkar Helgu Kolbeinsdóttur fyrir hennar störf í þágu félagsins fyrir frábær störf sem gjaldkeri félagsins.

 

 

 1. Aðalfundi frestað.
 2. Fyrirlestur.