Viska verður til
Sameinað stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi
Aukaðalfundir Félags íslenskra félagsvísindamanna (FÍF), Fræðagarðs og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) samþykktu fyrr í þessari viku að sameinast inn í stéttarfélagið Visku. Viska – stéttarfélag er stærsta aðildarfélag BHM og eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi.
Gleði ríkti á aukaaðalfundum félaganna þriggja og mikill hugur í félagsfólki að skapa saman sterkt stéttarfélag.

Fyrrverandi formenn félaganna þriggja höfðu þetta að segja um sameininguna, en þau þrjú sitja í framkvæmdastjórn Visku.
sagði Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, fyrrverandi formaður Fræðagarðs og nýr formaður Visku, að fundi loknum.„Ég er í skýjunum yfir þeim undirtektum sem sameiningin hefur fengið frá félagsfólki. Sameinuð erum við sterkari og það er mér mikill heiður að sitja í formennsku í Visku. Við í stjórn félagsins horfum til framtíðarinnar og ég hlakka til að starfa með félagsfólki að bættum kjörum og réttindum á vinnumarkaði,“
sagði Kristmundur Ólafsson, fyrrverandi formaður FÍF og nýr varaformaður Visku, að fundi loknum.„Það er mikill styrkur fólginn í því að ganga inn í komandi kjaravetur undir merkjum Visku. Hagsmunir félagsfólks til skemmri og lengri tíma eru tryggðir í sterku, sameinuðu félagi.“
sagði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, fyrrverandi formaður SBU og nýr gjaldkeri Visku, að fundi loknum.„Sameiningarstarfið hefur gengið vonum framar. Stjórnarfólk, starfsfólk og félagsfólk vann af heilindum og sú samstaða sem hefur skapast er lykillinn að því hversu vel tókst til. Nú tekur við næsti kafli sem er að koma félaginu á fót og vinna sameiginlega að verkefnum þess.“

Viska tekur formlega til starfa fljótlega á nýju ári. Á næstu vikum og mánuðum fær félagsfólk að heyra meira um Visku – stéttarfélag og þær spennandi nýjungar sem stofnun félagsins hefur í för með sér.