Spennandi fræðsluviðburðir framundan
Fræðandi og gagnleg námskeið fyrir félagsfólk í Fræðagarði
Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum
Mánudaginn 16. október kl. 13-16 eingöngu í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla 35
Hagnýtur fyrirlestur um örugga tjáningu á fundum, ræðupúlti, málstofum, hvort sem er í raunheimum eða rafrænt.
Fjallað verður um:
- Að kynna sig/fyrirtæki/málefni á árangursríkan hátt
- Að virkja hópinn
- Að takast á við neikvæða strauma
- Að nýta sér sviðsskrekk
- Skotheld aðferð við að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”.
- Hvað þarf helst að hafa í huga í rafheimum? Hvað virkar vel/illa?
Sirrý Arnardóttir er stjórnendaþjálfari, fjölmiðlakona, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst.
Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið.
Íbúðalán – ein stærsta fjárhagslega ákvörðunin
Miðvikudaginn 18. október kl. 13-15 í húsnæði Akademias Borgartúni 23 og á Zoom
Hjá mörgum getur íbúðalánið haft afgerandi áhrif á fjármál heimilisins en erfitt getur reynst að átta sig á hvað hentar best á hverjum tíma. Á námskeiðinu verður rætt um allt það helsta sem tengist íbúðalánum almennt og aðstæðum í dag.
Hver er munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni og hvort hentar betur? Er betra að festa vexti eða taka lán á breytilegum vöxtum? Hvað kemur til með að hafa áhrif á lánið til framtíðar?
Hvernig get ég fylgst með helstu áhrifaþáttum og gripið inn í þegar tilefni er til?