Beint í efni

Nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Skrifað hefur verið undir kjarasamning við SFV

Rétt fyrir hádegi í dag undirrituðu nokkur aðildarfélög BHM, ásamt Fræðagarði, undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Í samningnum felast sömu launahækkanir og Fræðagarður hefur þegar samið um fyrir félagsfólk sitt hjá ríkinu. Frekari upplýsingar verða sendar í tölvupósti á félagsfólk sem starfar undir samningnum strax eftir helgi.