Niðurstöður kosninga til stjórnar Fræðagarðs
Frestur til að kjósa í rafrænum kosningum til stjórnar félagsins rann út í hádeginu í dag.
Frambjóðendur til stjórnar
- Andrés Erlingsson.
- Ágúst Arnar Þráinsson.
- Brynjar Huldu Harðarson.
- Eðvald Einar Stefánsson.
- Haukur Logi Jóhannsson.
- Íris Halla Guðmundsdóttir.
- Linda Björk Markúsardóttir.
Fjöldi atkvæða réði skipan í stjórn þ.e. tveir efstu frambjóðendurnir í kjörinu voru kjörnir aðalmenn og tveir næstu frambjóðendur voru kjörnir varamenn.
Úrslit kosninga
Íris Halla Guðmundsdóttir og Linda Björk Markúsardóttir voru kjörnar aðalmenn í stjórn félagsins til næstu tveggja ára.
Eðvald Einar Stefánsson og Andrés Erlingsson voru kjörnir varamenn í stjórn félagsins til eins árs.
Aðalfundur 2023
Við minnum á aðalfund félagsins sem verður haldinn 28. febrúar frá kl. 17:00 til 19:00, í Borgartúni 6 á 4. hæð. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur.