Beint í efni

Helga sjálfkjörin sem varaformaður Fræðagarðs

Framboðsfrestur til embætti varaformanns rann út kl. 23:59 í gærkvöldi þann 30. janúar. Eitt framboð barst og það var frá Helgu B. Kolbeinsdóttur sitjandi varaformanni Fræðagarðs. Helga telst því sjálfkjörin til varaformanns félagsins til næstu tveggja ára.

Helga er með BA próf í stjórnmála- og hagfræði og starfar á almennum vinnumarkaði sem aðalbókari ferðaþjónustufyrirtækis ásamt móðurfélagi þess og dótturfélagi. Á starfsferli sínum hefur hún sinnt ýmsum störfum fyrir bæði ríki og sveitarfélög. Helga hefur jafnframt sinnt krefjandi verkefnum fyrir Fræðagarð er tengjast samningavinnu, fræðslu- og ráðstefnumálum og fjármálum. Þá situr hún einnig í Kjaranefnd BHM og í stjórn Orlofssjóðs BHM þar sem hún gegnir stöðu gjaldkera sjóðsins.

"Ég er þakklát fyrir það traust sem félagsfólk hefur sýnt mér og hlakka til að starfa áfram sem varaformaður félagsins með félögum mínum í stjórn Fræðagarðs. Sem fyrr mun ég halda áfram að beita mér fyrir bættum kjörum félagsfólks af fullum krafti og ég leyfi mér að vera bjartsýn fyrir yfirstandandi kjaraviðræður."

Helga B. Kolbeinsdóttir varaformaður Fræðagarðs