Beint í efni

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir kjörin formaður Fræðagarðs

Kosning um embætti formanns Fræðagarðs er afstaðin

Kosning um embætti formanns Fræðagarðs fór fram rafrænt á meðal félagsfólks dagana 26. janúar til 30. janúar og lauk á miðnætti í gærkvöldi.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir var kjörin formaður Fræðagarðs og mun hún taka við formennsku í félaginu að loknum aðalfundi félagsins sem haldinn verður 28. febrúar n.k.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir nýkjörin formaður Fræðagarðs
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Brynhildur er fædd og uppalin í Reykjavík, með B.A. gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og M.A. og M.Phil. gráðu í enskum bókmenntum frá Columbia University í Bandaríkjunum. Hún stunda nú meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, meðfram starfi.

Brynhildur starfar sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, félagasamtaka sem stofnuð voru 1907 til að vinna að bættum réttindum kvenna og jafna stöðu kynjanna. Í starfi mínu hefur hún unnið náið með samtökum launafólks að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, t.d. með baráttufundum út um allt land á kvennafrídegi 2016 og 2018 og þjóðfundi #MeToo-kvenna 2018. Kvenfrelsi verður ekki náð fyrr en launamunur kynjanna heyrir sögunni til. Brynhildur hefur langa reynslu af félagsstörfum og hefur setið í stjórn Fræðagarðs frá 2019 og gegnt starfi gjaldkera síðustu tvö árin.

"Ég þakka traustið sem mér hefur verið sýnt af félagsfólki í Fræðagarði og ég hlakka til að hefja störf fyrir félagið. Sem formaður Fræðagarðs mun ég starfa af heilindum og krafti að bættum kjörum félagsfólks og réttlæti á vinnumarkaði."

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir nýkjörin formaður Fræðagarðs.