Beint í efni

Aukaaðalfundur Fræðagarðs afstaðinn

Tillaga um sameiningu og nýtt nafn félagsins samþykkt

Aukaðalfundur Fræðagarðs var haldinn síðdegis í gær. Tilefni fundarins var að leggja til afgreiðslu aðalfundar að breyta nafni og lögum Fræðagarðs í þeim tilgangi að stéttarfélögunum Félagi íslenskra félagsvísindamanna (FÍF) og Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) sé gert kleift að sameinast inn í stéttarfélagið Visku (áður Fræðagarður).

Aðalfundur samþykkti samhljóða tillögu stjórnar að sameinast í stéttarfélagið Visku, og samþykkti enn fremur ný heildarlög félagsins. Viska – stéttarfélag er því orðið að veruleika en það er stærsta aðildarfélag BHM og eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi.

Viska tekur formlega til starfa fljótlega á nýju ári. Mikilvægt er að taka það fram að við stofnun Visku haldast réttindi félagsfólks Fræðagarðs óbreytt og félagsgjöld einnig. Á næstu vikum og mánuðum fær félagsfólk að heyra meira um Visku – stéttarfélag og þær spennandi nýjungar sem stofnun félagsins hefur í för með sér.