Beint í efni

Aðalfundarboð 2023

Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn 28. febrúar frá kl. 17:00 til 19:00, í Borgartúni 6 á 4. hæð. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur.

Félagar sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á hann.

Dagskrá fundarins

1. Fundarsetning

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar

4. Ársreikningar félagsins lagðir fram

5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga

6. Lagabreytingar

7. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um félagsgjöld

8. Rafræn kosning til stjórnar. Niðurstöður kynntar:

a. Kosning formanns fjórða hvert ár

b. Kosning varaformanns annað hvert ár

c. Kosning tveggja til þriggja aðalmanna til tveggja ára

d. Kosning tveggja varamanna til eins árs

9. Önnur mál.

Fundargögn

Öll fundargögn munu birtast á vefsíðu Fræðagarðs í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst. Athugið að tillögu að endurskoðuðum lögum félagsins má nú þegar finna á vefsvæði fundargagna ásamt greinargerð og verður tekin fyrir í 6. dagskrárlið fundarins.

Kosning í stjórn

Framboðsfrestur til stjórnar Fræðagarðs rann út fimmtudaginn 9. febrúar. Sjö framboð bárust kjörstjórn félagsins. Í ár er kosið um tvo aðalmenn í stjórn auk tveggja varamanna í stjórn. Fjöldi atkvæða í stjórnarkjöri ræður skipan, tveir efstu í kjörinu verða aðalmenn og tveir næstu varamenn.

Opið er fyrir rafræna kosningu til klukkan 12:00 á hádegi þann 20. febrúar. Á vefsíðu Fræðagarðs er hægt að lesa kynningu á frambjóðendum og taka þátt í kosningum. Niðurstöður kosninga verða kunngjörðar um leið og úrslit liggja fyrir.

Kosning varaformanns

Framboðsfrestur til embætti varaformanns rann út þann 30. janúar. Eitt framboð barst og það var frá Helgu B. Kolbeinsdóttur sitjandi varaformanni Fræðagarðs. Helga telst því sjálfkjörin til varaformanns félagsins til næstu tveggja ára.