Kosningar fyrir aðalfund Fræðagarðs 2023
Aðalfundur Fræðagarðs verður haldinn þann 28. febrúar 2023 kl. 17:00. Aðalfundarboð með nánari upplýsingum um fundinn verður sent út síðar.
Stjórn Fræðagarðs er skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum í rafrænni kosningu fyrir aðalfund. Samþykktir félagsins kveða á um að kosið sé um embætti formanns og varaformanns í sérstakri kosningu. Hins vegar er kosið um aðra stjórnarmenn og varmenn í stjórn sameiginlega þar sem fjöldi atkvæða hvers og eins ræður vali þeirra.
Í ár er kosið um varaformann, tvo aðalmenn í stjórn auk tveggja varamanna í stjórn. Fjöldi atkvæða í stjórnarkjöri ræður skipan, tveir efstu í kjörinu verða aðalmenn og tveir næstu varamenn. Kjör varaformanns og stjórnarmeðlima er til tveggja ára en varamanna í stjórn til eins árs samkvæmt samþykktum félagsins.
Kjör varaformanns Fræðagarðs
- Framboðsfrestur fullgildra félaga til embættis varaformanns Fræðagarðs er til 23:59 þann 30. janúar. Framboð þurfa að hafa borist fyrir þann tíma á tölvupóstfangið fraedagardur@fraedagardur.is.
- Kynning frambjóðenda verður send til félaga og birt á heimasíðu félagsins þann 1. febrúar.
- Rafræn kosning hefst klukkan 12:00 þann 1. febrúar og lýkur klukkan 12:00 þann 8. febrúar.
Niðurstöður úr varaformannskjöri verða kunngjörðar um leið og úrslit liggja fyrir.
Kjör stjórnar
- Framboðsfrestur fullgildra félaga til stjórnar Fræðagarðs er til 23:59 þann 9. febrúar. Framboð þurfa að hafa borist fyrir þann tíma á tölvupóstfangið fraedagardur@fraedagardur.is.
- Kynning frambjóðenda verður send til félaga og birt á heimasíðu félagsins þann 13. febrúar.
- Rafræn kosning til stjórnar hefst klukkan 12:00 þann 13. febrúar og lýkur klukkan 12:00 þann 20. febrúar.
Niðurstöður kosninga verða kunngjörðar um leið og úrslit liggja fyrir
Vilt þú bjóða þig fram?
Hafir þú áhuga og viljir bjóða fram krafta þína til varaformanns eða stjórnar Fræðagarðs þarftu að senda tilkynningu á netfangið fraedagardur@fraedagardur.is. Með tilkynningu þarf að koma fram hvort þú bjóðir þig fram til varaformanns eða sem almennur stjórnarmaður í félaginu. Einnig þurfa að fylgja með upplýsingar um frambjóðandann auk helstu stefnumála, um 250-300 orð ásamt rafrænni ljósmynd sem send verður út í passamyndastærð. Að auki er heimilt að vísa á eigin vefsíðu eða heimili þitt á samfélagsmiðli eða slóð að kynningarmyndbandi sem þeir hýsa sjálfir.
Framboð verða uppsett á samræmdan máta til útsendingar og birtingar með tölvupósti og á síðum Fræðagarðs.
Kjörstjórn Fræðagarðs:
Anna Lilja Björnsdóttir ritari.
Gísli Rúnar Gylfason meðstjórnandi.
Sveinn Arnarsson formaður.