Beint í efni

Eðvald Einar Stefánsson

Framboð til stjórnar Fræðagarðs 2023

Kæra félagsfólk Fræðagarðs,

Ég heiti Eðvald Einar og ég býð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í Fræðagarði. Ég hef verið í stjórn Fræðagarðs í 3 ár og þar af sinnt stöðu gjaldkera í stjórninni í tæpt ár. Ég hef einnig sinnt öðrum krefjandi störfum í þágu félagsins í gegnum tíðina m.a. tengt kjara- og fræðslumálum og sit m.a. í Framboðsnefnd BHM fyrir hönd Fræðagarðs sem ritari. Ég hef góða innsýn inn í mál Fræðagarðs og vil gjarnan fá tækifæri til að starfa þar áfram í ykkar þágu.

Ég er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræðum, M.A. í menningarstjórnun og framhalds diplómagráðu í jafnréttisfræðum. Ég hef starfað sem sérfræðingur hjá umboðsmanni barna nú í fimmtán ár og verið félagsmaður Fræðagarðs í jafnlangan tíma. Ég er réttsýnn, hef viðað að mér góðri þekkingu varðandi kjara- og réttindamál og finnst nauðsynlegt að félagsfólk sé vel meðvitað um sín réttindi og þá þjónustu sem félagið veitir þeim. Fræðagarður er og á að vera öflugt félag sem er ávallt til staðar fyrir sitt félagsfólk hvort sem er í gegnum ráðgjöf, fræðslu eða annan stuðning þegar þörf er á. Félagið fer ört stækkandi og því legg ég áherslu á að starfsemi þess sé styrkt enn frekar í þágu félagsfólks.

Mörg önnur mál eru mér einnig hugleikin, stofnanasamningar eru eilíft mál, stytting vinnuvikunnar hefur sýnt sig og sannað og ég ber enn þann draum að félagsfólk geti sótt stuðning til félagsins til að efla andann og stunda eitthvað sem veitir ánægju og yl.

Ég vona að ég fái tækifæri til að halda áfram að nýta mína reynslu og drifkraft í þágu félagsins og leita til ykkar stuðnings til áframhaldandi stjórnarsetu.

Góðar kveðjur,

Eðvald Einar Stefánsson, frambjóðandi til stjórnar Fræðagarðs.