Andrés Erlingsson
Framboð til stjórnar Fræðagarðs 2023
Inngangur
Ég hef mikla reynslu af stjórnarstörfum tengd kjara- og réttindabaráttu starfsmanna á vinnumarkaði síðustu 17 árin. Þá hafa störf mín sem stjórnarmaður BHM síðustu þrjú ár verið afar krefjandi í ljósi þeirra áskorana sem hafa verið í samfélaginu og heiminum öllum. Hlutverk og starf Fræðagarðs er gríðarlega mikilvægt meðal hinna rúmlegu 3700 félagsmanna og hagsmunir félagsins í heild miklir. Ekki síður skiptir félagið afar miklu máli innan BHM sem stærsta aðildarfélag samtakanna. Vil ég leggja mitt af mörkum til við að ná fram og efla enn frekar þeim markmiðum sem Fræðagarður setur sér.
Helstu áherslumál
Mínar áherslur tengjast mörgum þáttum kjaramála eins og gerð kjarasamninga, þróun og útfærslu á fjarvinnu, viðbrögð og úrræði vegna kulnunar í starfi, jöfnun launa, styttingu vinnuvikunnar og mönnun starfa og kjör og réttindi því tengdu og ekki síst að meta menntun til launa. Þetta hafa verið mér hugleikin efni sem sinna þarf áfram og tryggja að grunngildi Fræðagarðs um að verja og auka réttindi félagsfólks náist fram. Ég tel að ávallt séu sóknarfæri til að ná fram auknum árangri með góðri samvinnu, samtali og skipulegum leiðum og ég tek undir stefnu Fræðagarðs um að nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og að fólkið í Fræðagarði sé í framlínunni að skapa þá framtíð. Ég vil taka þátt í þeirri vegferð.
Um þig
Ég er giftur og eigum við hjónin tvær uppkomnar dætur. Ég hef mikinn áhuga á félagsmálum og hef verið mjög virkur í þeim allt frá því á framhaldskólaárum. Áhugamál mín eru ferðalög og útivera auk tónlistar, sérstaklega frá áttunda áratugnum auk lestur sagnfræðirita og ljóðagerð.
Menntun og helstu störf
Ég er með BA í sagnfræði, diplómu í Skjalfræði frá HÍ og MBA frá Háskóla Íslands. MBA ritgerð mín heitir „Er kjarasamningsmódel íslensks vinnuumverfis úr sér gengið?“ og kom út árið 2016. Ritgerðin er eigindaleg rannsókn á stöðu kjarasamninga á Íslandi byggða á viðtalsrannsókn með lykilþátttakendum á íslenskum vinnumarkaði sem störfuðu innan verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífsins, ríkissáttasemjara og Háskóla Íslands og tengdust allir hagsmunum sinna starfsviða við gerð kjarasamninga á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu m.a. hve mikilvæg og stöðug vinna er við kjaramál hérlendis og hefur hún reynst mér afar vel í störfum mínum því tengdu. Ég hef unnið við störf tengd upplýsingatæknigeiranum frá árinu 2000, bæði sem verkefnastjóri og CRM (Customer Relationship Management) sérfræðingur og ráðgjafi. Ég hef tekið þátt í fjölda innleiðinga, hönnun og þróun á CRM kerfum og ferlum í mörgum ólíkum atvinnugreinum, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum. Ég hef starfað frá 2018 á Borgarskjalasafni Reykjavíkur við stafræna umbreytingar m.a. við innleiðingu langtímavarðveislu rafrænna gagna Reykjavíkurborgar og nýs umsýslukerfis safnsins sem og sinni eftirliti með skjalastjórn afhendingarskyldra aðila. Ég hef sinnt margvíslegum trúnaðarmannastörfum í störfum mínum undanfarin 25 ár, fyrst í starfsmannafélögum og síðar sem stjórnarmaður í stjórn SSF (Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum) í 10 ár, þar af 2. varaformaður í 8 ár. Ég sat í stjórn starfsmannafélags Landsbankans árin 2007-2016, þar af 6 ár sem varaformaður. Ég var í samninganefnd SSF frá 2008- 2016 og ritstjórn SSF, stjórnarmaður miðstjórnar NFU (Nordisk Finance Union), 2. varamaður í stjórn UNI Europa Finance 2012-2013 og hef nú verið í stjórn BHM frá 2020. Á þessum tíma hef ég haldið fjölda fyrirlestra og tekið þátt í ráðstefnum og fundum er varða stéttarfélagsmál. Ég vona að reynsla mín og þekking fái stuðning til starfa á ört breytilegum vettvangi vinnumarkaðarins og ég geti nýtt krafta mína til hagsbóta fyrir félagsfólks Fræðagarðs.
Undirskrift og kveðja
Reykjavík, 7. febrúar 2023
Andrés Erlingsson.