Beint í efni

Ágúst Arnar Þráinsson

Framboð til stjórnar Fræðagarðs 2023

Komið sæl

Ég heiti Ágúst Arnar Þráinsson og er tveggja barna faðir. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur 18 ára gamall. Ég er lærður tómstunda- og félagsmálafræðingur og vinn sem verkefnastjóri í Háskóla Íslands.

Sem ungur faðir sem stefni á glæsta framtíð á vinnumarkaði en samt vera virkur þátttakandi í lífi barnanna minna hef ég rekið mig á hve erfiður þessi leikur er. Stytting vinnuvikunnar hefur svo sannarlega hjálpað en við þurfum að vinna saman að bættum aðstæðum fólks til þess að frítími fólks verði þeirra eign. Frítími starfsfólks á ekki að fara í tölvupósta og símtöl. Við þurfum að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs eftir innlit vinnustaða á heimili okkar í heimsfaraldri. Tryggja þarf að heimavinna sé framkvæmd á réttum grundvelli en skapi t.d. ekki aðstæður þar sem starfsfólk vinni veikt heima í auknum mæli. Sömuleiðis þarf að tryggja að vaxandi krafa um sveigjanleika á vinnumarkaði verði ekki til þess að auka álag á starfsfólki.

Síðustu tvö ár hef ég verið varamaður í stjórn Fræðagarð. Það hefur verið gífurlega fróðlegt að kynnast starfinu og tel ég að þekkingin sem ég hef fengið í þessu starfi muni hjálpa mér mikið í áframhaldandi starfi fyrir félagið.

Ég vona að krafta minna sé óskað í stjórn Fræðagarðs og að þið sjáið ykkur fært að kjósa mig.

Ágúst Arnar Þráinsson